Aumingi.

Þá kemur fyrsta aumingjabloggið. Ég varð auðvitað að vera hrokafullur í fyrsta bloggi – annað væri hneyksli. Nú ætla ég hins vegar bara að væla. Ástæðan er sú að ég ligg veikur heima og drepleiðist. Búinn með internetið og sjónvarpið og fæ hausverk af því að lesa. Ég hefði samt ekki byrjað þessa aumingjafærslu án þess að koma færandi hendi – maður er nú ekki dýrlingur fyrir ekki neitt. Það er nefnilega þrennt sem hefur stytt mér stundirnar síðustu daga og vil ég benda aumingjum allra landa á þessa möguleika.
  1. Skoða allar teiknimyndasögur Dananna Wulff og Morgenthaler frá upphafi.
  2. Lesa öll Orð vikunnar eftir Mörð Árnason. Áberandi er hve hann er miklu betri íslenskufræðingur en stjórnmálamaður.
  3. Hlusta á Orð skulu standa síðustu tveggja vikna. Besti útvarpsþáttur landsins og fer leynt með það eins og RÚV-manna er von og vísa.
Reyndar má telja þessa bloggfæðingu með í upptalningunni en ég var búinn að segja að þetta væru þrjú atriði og vil ekki missa trúverðugleikann svona strax í öðru bloggi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband