Lifrarfréttir.

Eins og dyggir lesendur vita hefur slegið í brýnu milli mín og Lifrarinnar eftir Noregsferðina góðu. Ég hafði ekkert frétt af henni fyrir utan að ég vissi að hún fékk ýmis gylliboð og þar á meðal að fá að starfa sem heili til reynslu. Í gær fékk ég nafnlaust bréf sem innihélt myndbandsupptöku af næsta þætti Kvöldgesta Jónasar. Vissulega var áfallið mikið þegar ég komst að því að Lifrin hefur starfað sem heilinn í Davíð félaga mínum síðustu vikuna. Hér birtast brot úr viðtalinu:

Jónas: Segðu mér Lifur, hvernig hafa umskiptin verið?

Lifur: Sko, þetter bara helvíti fínt sko, miklu minna að gera og svona og mar fær að kynnast fullt af nýjum hlutum. Ég er líka búnað fattað handbolti er bara bakhrindingar og peysutog og körfubolti og rapp er málið sko.

J: Er það satt sem maður heyrir að málfar þitt hafi breyst og verði æ líkara málfari unglinganna sem þú, ja eða Davíð, þjálfið alla daga?

L: Æ, jú, kannski, en það er bara fínt mar, það er ekki alltaf hægt að tala eins og Íslendingabók mar, þetta verður líka að meika smá sens sko, svo getur mar líka kvótað svo mikið í Hómer, það gefur miklu meira ríspekt, sko, mar horfir auvitað á Hómer alltaf þegar mar er ekki að þjálfa, sko.

J: Já, hvað segirðu, er búið að gefa Hómerskviður út á DVD formi?

L: [Tómt starandi augnaráð, hægra munnvikið dregst í átt að hægri nasavængnum sem brettist í átt að auganu, augabrúnir krumpast, svipurinn aftur í samt lag, tyggjókúla blásin, sprengd, tuggið tvisvar og svarað] Hómerskviður? Skilekki, ertu að meina kviður svona eins og magi eða? Hómer er auvitað með ge-egan maga sko.

J: [Ráðvilltur eitt andartak, síðan vandræðalegur] Þú átt sem sagt við Hveravalla-Hómer, altso, Hómer nokkurn Simpson?

L: [Hrokafullt, hneykslað svar] Já, enekki hvað?

J: Nú hefur verið ansi stirt milli þín og fyrrum hýsils, Stefáns Freys. Er einhver von til að þið náið sáttum?

L: Sko, eins og staðan er núna langar mér ekkert aftur til hans. Ég er alveg búinn að finna mig uppá nýtt sko, í þessu nýja hlutverki. Það er ótrúlega flippað að vera heili, sko, mar getur nebblega gert svo ógisslega mart ef mar bara vill, en ég vill bara ekki gera neitt og þa er líka bara kúl, Davíð er nebblega ekki að kvarta neitt og mér hlakkar bara til hvers dags eins og enginn sé morgundagurinn, sko, en eini gallinn er auvitað að ég er í öðrum blóðflokki og verð því að hætta í næstu viku, við Davíð erum gegt ósátt, þetta hefur verið svona win-win situation hjá okkur sko, en ætli ég fari ekki aftur til Stefáns og núna neyslunni ríkari.

J: Reynslunni?

L: Já eða það.

J: Við þökkum Lifrinni fyrir innilegt og gott spjall og kveðjum í kvöld. Passið ykkur á myrkrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Hvernig er annars lifrin í þér eftir allt viskíið?

Snorri Bergz, 29.1.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Er ekki rétt að þú spyrjir Davíð að því.

Stefán Freyr Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 15:19

3 identicon

Hún hefur það fínt.

Ég hef reyndar verið ótrúlega fyndinn síðustu daga, þannig að ég hélt kannski að lifrin hefði geymt húmorgenið og einungis skilið eftir biturleika. Húmor og biturð fara nefnilega oft vel saman og skilja þá eftir sig einkar kaldhæðna persónu en þú varst orðinn heldur VG í síðustu færslum.

Davíð (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 15:32

4 identicon

úú.. fast skotið.. hvað er fólk að væla yfir Spaugstofunni?  Það vantar bara að Lifrarlarfurinn minnist á rör- og fittingsflokkinn.

Árni Björn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:13

5 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Árni, viltu ekki fara niður þessa slóð. Ég sagði að ég hefði aðeins vitnað í brot af viðtalinu, sumt var ekki birtingarhæft.

Stefán Freyr Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 19:35

6 identicon

Say no more, ég get ímyndað mér endinn.... og hann er ekki fallegur.

Árni Björn (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 13:28

7 identicon

Þessi saga minnir mig svolítið á það þegar heilinn í mér ákvað að gerast botnlangi í einn dag. Hann gafst hins vegar upp -- örmagna -- eftir hálftíma því hann hafði aldrei haft svona mikið að gera. Hann snéri að vísu aldrei aftur ... en það hefur hins vegar ekki komið að sök hingað til.

börkur (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband