Þorgríms þáttur Þráinssonar.

Þá er ég loksins búinn að átta mig á þessu öllu saman. Áberandi hefur verið undanfarið hve pólitísku plottin hafa verið léleg og illa ígrunduð og ég hef komist að því hvað veldur. Þetta er auðvitað allt Þorgrími Þráins og reykingarvarnarfasistunum að kenna. Hvernig á að vera hægt að plotta í bakherbergjum sem engan hafa reykinn. Fólk sér minnstu krumpur og svipbrigði hvers annars og líkamslyktin alveg yfirþyrmandi í litlu rými eftir margra klukkustunda plottfundi. Síðan þarf alltaf að gera hlé fyrir reykpásur og þá dettur ryþminn alveg úr plottinu. Plottin eru meira að segja orðin svo léleg að fólk er farið að sjá í gegnum Moggalygina, sem hefur þó verið einn af föstustu punktum þjóðlífsins í tugi ára. Áður en við missum endanlega tökin á þessu og endum í ógöngum eins og opinni og heiðarlegri stjórnsýslu mælist ég til að Þorgrímur verði sendur í útlegð til Færeyja og fólk hætti þessu pukri og fari aftur að reykja þar sem því sýnist. Þá ekki síst í bakherbergjum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins minna bitur og reyna að vera aðeins meira fyndinn

Davíð (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Ég biðst auðmjúklega afsökunar á að uppfylla ekki þínar kröfur og mun reyna að bæta mig.

Stefán Freyr Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband