Hetjuklappið.

Á morgun mun Ingvar verða þess heiðurs aðnjótandi að fá hetjuklapp. Fyrir þá sem ekki vita við hvað er átt fylgir stutt lýsing.

Sjáið fyrir ykkur sal fullan af nemendum í erfiðu hverfi í einhverri borg Bandaríkjanna. Þetta er í lok annar. Í upphafi sömu annar var ráðinn mjög sérstakur kennari til skólans, sem beitti öðruvísi aðferðum en áður þekktust. Þetta fór mjög í taugarnar á einhverjum voða snobbuðum sem ræður miklu og verður til þess að kennarinn er rekinn. Við útskriftina stendur óstýrilátasti nemandinn upp, sem auðvitað er algert séní en átti mjög erfiða æsku, og flytur magnþrungna ræðu til varnar kennaranum. Gott ef ekki er vísað í stjórnarskrána og "the founding fathers". Meðan ræðan er flutt breytast andlitssvipir úr svipum efasemda í svipi sannfæringar og áræðni. Nema auðvitað á voða snobbaða gæjanum. Í lok ræðunnar standa nemendur á fætur einn af öðrum og taka til við hetjuklappið. Hér er mjög mikilvægt að í upphafi byrji aðeins einn að klappa, standi upp örlítið hikandi og klappi fremur veikt. Smám saman verður hann ákveðnari eftir því sem aðrir bætast við og loks klappa allir og fagna. Á þessu augnabliki birtast eins og fyrir slysni með stuttu millibili vonsvikni snobbarinn og bandaríski fáninn áður en klippt er í víða mynd af nemendunum í klappandi alsælu.

Þetta á Ingvar einmitt skilið á morgun. Hann ætlar að horfast í augu við sinn mesta ótta. Strákurinn ætlar að mæta í badminton og spila við síðuhöfund. En eins og alþjóð veit tapaði Ingvar illa um daginn og þorði ekki að mæta í gær, þriðjudag. Á tímabili greip fórnarlamdið til þess auma ráðs að gera sig breiðan á kostnað annarra til að fela eigin ótta. Þetta hefur hann yfirstigið og ætlar að horfast í augu við skrímslið eins og Paris Hilton að gleypa köngulær.

 P.S. Mikilvægt er að rugla hetjuklappinu ekki saman við kjánaklappið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Þú ert dauður!

Ingvar Þór Jóhannesson, 3.6.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Þess má geta fyrir áhugasama að Ingvar skrópaði auðvitað umræddan dag og er nú flúin til Ungverjalands.

Stefán Freyr Guðmundsson, 3.6.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband