Áramótaheit.

Greyið lesendur mínir, eru þið búin að hamast á "refresh" takkanum í marga mánuði og ekkert gerist. Þurrkið nú tárin og skiptið um F5 takka. Ég ætla að blogga í annað kortér. Það hlýtur að vera við hæfi að byrja á áramótaheitunum. Eins og velflestir hafa reynt á eigin skinni þá er aðeins eitt öruggt með áramótaheit - þau munu ekki ganga eftir. Í ljósi þessa mun ég strengja eftirfarandi heit fyrir árið 2008:

  1. Byrja að reykja.
  2. Vera drukkinn minnst 100 daga.
  3. Prófa heróín.
  4. Ganga í Sjálfstæðisflokkinn.
  5. Fara að styðja KR.

Þá er bara að láta hendur standa fram úr ermum. Lesendur sjá að þetta fer stighækkandi og mun ég byrja hægt og reyna að vinna mig alla leið í atriði 5 eftir því sem líður á árið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kippa á að þú standir við heit nr 2.

(S.) Páll (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Er þetta veðmál, þ.e. þarf ég að leggja eitthvað undir á móti, eða ætlarðu að gefa mér kippu ef mér "tekst" þetta?

Stefán Freyr Guðmundsson, 10.1.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband