Ríkisrekstur.

Það hefur mikið verið rætt um RÚV undanfarið og ríkisrekstur. Það fékk mig til að velta einu fyrir mér. Gefum okkur að hagfræðin um ríkisrekstur sé rétt, þ.e. ríkið reki allt verr en einkaframtakið, drepi niður samkeppni og hirði loks mjög svo minnkaðan gróða sem annars fengi að fljóta óhindrað um hagkerfið. Af hverju látum við ríkið þá ekki reka allt sem er vont? Hvernig væri að láta ríkið reka ekki bara ÁTVR heldur líka FVR eða Fíkniefnaverslun Ríkisins? Ég sé síðan fyrir mér ríkisrekin spilavíti, væri mjög hentugt. Fjársýsla Ríkisins gæti verið beintengd við spilavítið og ríkisstarfsmenn með spilafíkn bara fengið launin á reikning í spilavítinu. Gleðihús Ríkisins myndi að sjálfsögðu fylgja með. Að auki yrði allt eftirlit einfaldara, en það er líklega ekkert til að treysta á, sbr. Byrgið. Til að hámarka árangurinn þyrftu að sjálfsögðu úr sér gengnir stjórnmálamenn að ráðast í stöður yfirmanna í þessum fyrirtækjum, sem myndi aftur opna möguleikann á að ráða loks hæft fólk í Seðlabankann og utanríkisþjónustuna – ég myndi reyndar ekkert vera að stóla á það. Þessi tilhögun myndi rústa undirheimamarkaðnum og væntanlega gengju þeir hlið við hlið Ari Edwald forstjóri 365 og Geiri Goldfinger í mótmælagöngu 1. maí.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband