Höfuð talin.

Eðlilega er maður með hugann við handboltann þessi dægrin. Hér kemur því léttur pistill gegn höfðatölubullinu. Af hverju ættum við ekki að vera betri í handbolta en þjóðir eins og Portúgal, Grikkland, Búlgaría og Svíþjóð? Allt eru þetta þjóðir sem ekki komust á HM og standa okkur langt að baki í þessari göfuðu íþrótt. Lítum á hvernig umhverfið fyrir handboltauppeldi er á Íslandi annars vegar og löndum eins og ofantöldum hins vegar. Á Íslandi er mikil handboltamenning, öll bestu ungmennin stunda handknattleik, þekkingin er til staðar og frá unga aldri eigast þeir bestu við innbyrðis. Voru ekki Logi Geirs og Ásgeir Örn í sama bekk? Alla vega sama skóla.   

Annars staðar fara þau ungmenni sem hafa mestu hæfileikana til íþrótta í fótbolta, körfubolta, íshokkí, frjálsar, tennis eða eitthvað álíka. Ef þau hafa ekki hæfileika í þessum greinum er möguleiki á að þau endi í handbolta. Þegar þau síðan skara fram úr í handboltanum tekur við eyðimerkurganga upp alla yngri flokkana þangað til almennileg keppni fæst. Það er ekki fyrr en eftir 16 ára aldur sem liðin fara að þéttast aðeins, þ.e. góðu leikmennirnir hætta að vera langbestir í sinni sveit og fara að safnast í sömu liðin og byrja að etja kappi við önnur góð lið. Þetta gerist fyrir fermingu á Íslandi.   

Höfðatalan er nefnilega ekki allt, það skiptir ekki minna máli í hvaða íþróttir þeir hæfileikaríkustu fara og hvernig samkeppni þeir fá. Með þessu er ég ekki að reyna að gera lítið úr handbolta sem íþrótt, þetta eru bara staðreyndir. Það er heldur ekki okkur að kenna að hinar þjóðirnar hafa ekki uppgötvað þessa frábæru íþrótt. Skák er önnur svona “íþrótt” sem hefur flest það sama til að bera hérna og handboltinn. Munurinn er reyndar sá að erlendis er ekki samkeppni við einhver hliðarafbrigði af skák. Reyndar vantar líka afreksmannastefnu í skák hérna en það er annað mál – lögmálin eru þau sömu. Ég hafna því alfarið höfðatölurökum í greinum á borð við handbolta og skák.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Svo er líka málið með Handboltann, að nú eigum við 15 einstaklinga sem eru að spila í bestu deildunum í evrópu, og eru að æfa alveg jafn mikið og hinir er það ekki......

Sveinn Arnarsson, 28.1.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband