Málþóf.

Alveg finnst mér málþóf vera frábær hugmynd og vanmetin. Þetta má nota svo víða. Það virðist bara enginn hafa áttað sig á því. Af hverju á stjórnarandstaðan að sitja ein að slíkum herbrögðum. Ég sé til dæmis fyrir mér nokkrar kjöraðstæður. Gunna segir við Jón: “Jón við þurfum að tala saman, ég held að þetta samband okkar gangi ekki”. Þá tekur Jón við og talar í marga daga um daginn og veginn, sambönd almennt, enska boltann og hvað sem honum dettur í hug. Eftir allt þófið get ég lofað að Gunna er búin að steingleyma öllum sambandserfiðleikum*. Fyrirtækið “Rakarar sem klippa rakara” er sakað um innherjaviðskipti – forstjórinn heldur blaðamannafund, útskýrir í löngu máli hvernig rakarar raka sjaldnast fólk heldur klippa, hvernig David Beckham hafi innleitt kitch-ið í bransann o.s.frv. Fyrirtækið myndi pottþétt sleppa við ákærur. Síðast en ekki síst vil ég biðja Alfreð landsliðsþjálfara að hafa þetta í huga ef öxl ein sem hefur angrað landsmenn í marga mánuði fer að gefa sig. Þá er mikilvægt að vinna tíma með því að taka upp málþóf við dómarann og eftirlitsmenn í Þýskalandi. Nógu lengi svo hægt verði að tjasla saman axlargreyinu, því annars er voðinn vís. Áfram Ísland!

*Nema ef vandamálið var að Jón hlustaði aldrei á Gunnu, þá fór hann líklega úr öskunni í eldinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband