Kosningatörn.

Það held ég að sé kominn tími til að vakna af kosningadvalanum. Enn eitt skiptið var ég að vinna að kosningasjónvarpinu, búinn að vera síðan 1998. Fer bráðum að geta kallað mig reynslubolta í faginu. Alltaf vinnur maður meira en áður, sefur minna og lofar að gera þetta aldrei aftur. Síðan þegar búið er að sofa í viku finnst manni þetta bara hafa verið helvíti gaman.

Úrslitin voru svona og svona, hefðu getað verið betri. Niðurstaðan er alla vega sú að Jóhann Snorri vann örugglega, var með ótrúlega góða spá. Fervikasumma hans var ekki nema 10,14. Þar sem Íslandshreyfingin er ekki inn í spánni var mögulega minnsta fervikasumma um 2,2. Góðu fréttirnar eru að ég varð annar (20,34) og fékk betri útkomu en Þórður (68,74), sem þar með þarf að blæða fyrir drykki á Hansen við fyrsta tækifæri. Starfsmaður Umhverfisráðuneytisins, fyrrum fréttamaður, blaðamaður og stjórnmálasérfræðingur Sögufjelags Hafnarfjarðar, Guðmundur Hörður, endaði langneðstur með 89,74 og munar þar mestu um 35% fylgisspá fyrir Samfylkinguna! Þátttakendur geri því svo vel að borga Jóhanni kippu hver. Ég mun sjá um að rukka þá sem búa erlendis og koma verðmætum verðlaununum til sigurvegarans. Þess má geta fyrir sérstaka áhugamenn að niðurstöður voru reiknaðar út í forritinu alvonda, stundum nefnt Excel.

Já og svo voru úrslitin í þingkosningunum þreytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk takk. Gaman að fá staðfestingu á því að ég hef mest vit á pólitík af þessum ágæta hópi. Enda hægrimaður af bestu gerð.

JSS (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 00:28

2 identicon

Helvíti finnst mér nú heimtur á þessum bjór ganga illa.

Jóhann (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Þú sérð nú bara sjálfur um að rukka menn sem þú umgengst á hverjum degi, ég skal fara að vinna í hinum.

Stefán Freyr Guðmundsson, 3.6.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband