Keppni.

Fyrir um viku síðan sat ég á Súfistanum í Hafnarfirði, framdi myrkraverk á tölvuna gegnum forritið Delphi og drakk te. Þá sest fyrrum bekkjarfélagi minn og persónuverndarinn Þórður Sveinsson við borðið. Ekki var annað við hæfi en að ræða pólitíkina í þaula. Þar sem ekkert var spunnið í rökræður um álver – við enda sammála í þeim málaflokki – þá var meira rætt um komandi þingkosningar. Daginn áður höfðu birst kannanir sem gáfu til kynna mikið fylgi á vinstri vængnum og fallna ríkisstjórn. Eins og oft áður þegar menn eru ekki alveg sammála um hvernig hlutir þróist datt mér í hug að setja upp veðmál!  

                                                                      

Það hljóðaði upp á að hvor um sig spáði fyrir um landsfylgi flokkanna fimm sem nú eru á þingi. Sigurvegari er sá sem hefur minnstu fervikasummuna frá réttum úrslitum og þarf hinn að blæða fyrir áfengið eina kvöldstund á Hansen. Spárnar voru:

ÞS: B-8%, D-34%, F-7%, S-32% og VG-19% annars vegar og                                                     SFG: B-11%, D-36%, F-6%, S-29%, VG-18% hins vegar.    

 

Ástæðan fyrir að ég nefni þetta hér er í fyrsta lagi svo ég gleymi þessu ekki og í öðru lagi að ég vil bjóða báðum lesendum bloggsins í sams konar keppni.Cool Reglurnar eru þannig að einungis má giska á landsfylgi þessara fimm flokka,  í heilum prósentum og summan verður að vera 100%. Sá vinnur sem hefur minnsta summu fervika frá réttum úrslitum. Hver keppandi leggur kippu undir sem sigurvegarinn hlýtur að launum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

B-7% D-39% F-7% S-30 VG-17%

Davíð (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 00:44

2 identicon

B-10% D-38% F-3% VG-20% S-29%

Doddi Dealer

thorir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 07:09

3 identicon

B-6% D-39% F-9% S-27% VG-19%

Gunni

Gunni (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:01

4 identicon

B-13, D-36, F-3, S-35, VG-13

g.hörður (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 16:59

5 identicon

B-12%, D-39%, F-6%, S-27%, VG-16%

JSS (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:16

6 identicon

B-6%, D-38%,  F- 8%, S-32%, VG-16%

Árni Björn (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband