Hnit.

Ég hef öðru hvoru tekið próf á netinu sem segir mér hvar ég stend í pólitíkinni. Það er svo sem ekkert nýstárlegra en önnur sjálfspróf – segir þér einfaldlega það sem þú vilt heyra, en það er stundum gaman að líta í spegil. Prófið er hér. Ætli ég hafi ekki tekið prófið u.þ.b. einu sinni á ári síðustu ár og alltaf verið á svipuðum slóðum. Þó má greina smá þróun, held ég hafi byrjað í kringum (-6, -6), með einhverjum skekkjumörkum, og færst örlítið suð-austur með árunum. Þetta árið endaði ég í (-4.38, -8.51).

politicalcompasspoliticalcompass2 

Stóra spurningin er: verð ég orðinn hægri-sinnaður eftir 20 ár? Veit ekki, efa það einhvern veginn. Hitt er ljóst að ég verð sífellt þreyttari á stjórnvöldum og yfirvaldi almennt, svo suðurferðin er eðlileg. Stóra vandamálið er aftur á móti sú staða að ég veit ekki um nokkurn stjórnmálaflokk sem fellur nærri þessum hnitum og því þarf ég að nota gömlu góðu útilokunaraðferðina við kosningarnar í vor.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn hafa nú verið þekktir fyrir að færast örlítið til hægri með hverri launaávísun sem þeir fá eftir vinstrisinnaða skólagöngu. Mér mun nú ekkert bregða þó að það liggi svo sem eitt X-D eftir þig þegar gröfina verður komið.

Davíð Ásgrímsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Þessar dylgjur kalla nú bara á veðmál Það gæti samt orðið erfitt fyrir mig að fá borgað ef ég vinn!

Stefán Freyr Guðmundsson, 15.2.2007 kl. 22:34

3 identicon

Hnitið til hægri er óþægilega góð möppun á hvar í skvasssalnum þú hefur slasað mig.

Árni Björn (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 17:29

4 identicon

Ég var að komast að því að ég og Dalai Lama erum með mjög svipaðar skoðanir á heimsmálum. Aldrei að vita nema að maður hringi í kallinn og spjalli við hann.

Davíð Ásgrímsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 15:33

5 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Ef þessi möppun á að haldast þarf ég sjálfsagt að bæta við mörgum rauðum doppum á næstunni. Í hvaða hnitum er Lama kallinn?

Stefán Freyr Guðmundsson, 18.2.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband