Reiðilestur.

Uss, þetta er nú orðið meira ruglið í pólitíkinni undanfarið og alveg ótrúlega mikið að gera fyrir bloggara-sem-dreymir-um-að-verða-virtir-samfélagsrýnar-og-vera-vitnað-til-í-mogganum-og-blogga-þar-með-af-áfergju-um-allt-markvert-sem-gerist. Málið er bara að þessir bloggarar skrifa allir sama pistilinn og þar sem ég hef óbeit á slíkri endurtekningu og ófrumlegheitum hef ég reynt að halda í mér. Núna er bara eitt af þessum skiptum sem ég verð að leggja orð í belg varðandi tvö mál.

Í fyrra lagi eru veikindi. Ég er yfirleitt afar umburðarlyndur gagnvart veikindum og held nú að flest allir séu meira eða minna veikir. Hins vegar er það nú þannig að sum veikindi eða fötlun eiga verr við tiltekin störf  en önnur. Geimfari má t.d. ekki hafa fengið heilablóðfall, barnaníðingur sem hefur verið útskrifaður af stofnun verður ekki dagmamma og dvergur verður tæpast atvinnumaður í NBA - leiðinlegt, en svona er þetta bara. Ekki veit ég nú hvað hefur hrjáð Ólaf F. en við höfum áður reynt menn með geðbresti í valdastöðum og enduðum á að koma þeim manni á verndaðan vinnustað áður en allt færi endanlega fjandans til. Vonandi er nú Ólafur ekki eins illa haldinn en það hlýtur að vera fullkomlega eðlilegt að setja einhver spurningamerki við þessi veikindi.

Í seinna lagi fer þessi helvítis tepruskapur varðandi mótmæli alltaf hrikalega í taugarnar á mér. Nú rís plebbi eftir plebba upp og fordæmir "skrílslætin" á pöllum ráðhússins í dag. Fólk er í fullkomnum rétti til að láta í ljós skoðanir sínar og án borgaralegrar óhlýðni værum við í besta falli enn á miðöldum. Auðvitað hitnar fólki í hamsi og eitthvað gengur aðeins of langt, en það hlýtur að vera skárra en að láta allt yfir sig ganga. Hvað ætla plebbarnir að gera þegar kemur til þess að Hæstiréttur verður færður til Valhallar? Sussa á skrílinn?

Reiðilestri dagsins er hér með lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband