Klám.

Æi, hvað getur maður sagt? Hvernig getur fólkið sem barðist fyrir rétti Falun Gong liða til að tjá sig og athafna barist gegn rétti fólks til að ræða klám? Eru þessir pólitíkusar kannski órökréttir? Það læðist að manni sá grunur að sumir velji sér fyrst heppilega skoðun og tíni síðar til misgóð rök henni til stuðnings. Svolítið svona eins og Morfís. Nei, núna er ég kominn fram úr mér. Það er enginn svo einfaldur að nota einhver rök í einu máli og hafna þeim í því næsta, bara eftir því hvort efnið er losti eða leikfimi. Maður verður nú að hafa trú á þeim sem stjórna... – eða hvað? Þetta er reyndar oft sama fólkið og hefði hýst Salman Rushdie á sínum tíma eftir útgáfu Söngva Satans, en fordæmdi teikningar Jótlandspóstsins. Það hafði nú varla með það að gera að Rushdie hafði fengið Booker verðlaunin og Jótlandspósturinn er sveitalegt danskt dagblað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband