Kindur.

Hvernig get ég ennþá verið veikur? Þetta er orðið fínt, komin rúm vika. Hef ekki verið svona veikur í meira en 10 ár eða síðan ég fékk bronkítis hérna um árið. Það er þó ágætt að HM í handbolta er á meðan, styttir stundirnar. Skemmtilegur leikur gegn Frökkum. Ég ætla þó ekki að ræða hann neitt frekar. Lesendur geta bara farið tilviljunarkennt inn á íslenskar bloggsíður, tekið þaðan orð af sömu tilviljunarkennd og púslað saman eftir eigin höfði – ja, eða bara á tilviljunarkenndan hátt ef menn eru mjög villtir. Niðurstaðan ætti með góðum líkindum að vera það sem ég vildi sagt hafa um leikinn. Hitt vildi ég frekar ræða, að stundum er gaman að vera kind!  

Það sem ég á við,  er að fátt finnst mér ömurlegra en fólk sem hagar sér eins og kindur – svona almennt. Hagar sér eins, gerir það sama, hefur sömu skoðanirnar og er í liðinu. Reyndar er þráin eftir frumleika stundum of mikil. Tjörvi félagi minn nennir stöku sinnum ekkert að taka mark á mér, segir að eitthvað sé nú ekkert mín skoðun – bara smá kindakomplexar. En það er nú fátt ófrumlegra en að ræða ófrumleika, enda er það ekki ætlunin. Ég ætlaði einmitt að dásama það að vera kind. Það er einhver dýrsleg nautn við að vera hluti af stórri heild, standa með og styðja sitt lið. Þetta leyfi ég mér þegar íslenska landsliðið á í hlut eða FH. Finnst það ágætt fyrirkomulag. Það er nauðsynlegt að slökkva stundum á rökleiðslunum og styðja bara í blindni. Það er einfalt að sjá að Þróunarkenningin hefur útbúið manninn þannig að honum er umbunað fyrir slíkt. Genin í “sóló”-forverum okkar enduðu væntanlega oftast “sóló”. Þarna skal mín lína dregin. Hún færist þó líklega fram og til baka um ævina en vonandi aldrei svo langt að mér finnist það frábær hugmynd að sitja í Háskólabíói, klappandi í 10 mínútur undir lélegu U2-lagi ásamt hundruðum samstarfsmanna af því að einhver almannatengsla skrifstofa hélt það kæmi svo vel út í sjónvarpsfréttum.glitnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

HEHEHE, er hún ekki gengin of langt, þú ert ennþá Everton aðdáandi!!!!!

Sveinn Arnarsson, 23.1.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Kannski, en Everton er samt ekki í blinda flokknum eins og Ísland og FH.

Stefán Freyr Guðmundsson, 23.1.2007 kl. 21:57

3 identicon

It's a bjútifúl dei.... af hverju er ég Óflokkaður??? Áttu eftir að draga þessa kind í dilk? The kind of magic. Reddaðu þessu eða Elli skrýtni dregur upp kindabyssuna og skýtur þig í kinnina.

Árni Björn (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Þú færð sérflokk af því ég er svo "kind"

Stefán Freyr Guðmundsson, 25.1.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband