Þrándheimur!

Oftast reyni ég að halda kúlinu og tilfinningaseminni í lágmarki þó ég sé spenntur. Það gengur bara ekki núna, ég er eins og lítill krakki og get ekki beðið eftir að komast til Þrándheims á miðvikudag. Já! - Þrándheims af öllum stöðum. Þangað er stefnan einmitt tekin til að fylgjast með fyrstu þremur leikjum Íslands á EM í handbolta. Í fyrra hætti ég við að fara til Þýskalands á HM af því það var spilað í svo litlum og leiðinlegum þorpum - en núna lítur þetta allt miklu betur út, við erum að tala um norska Djammið með hástaf. Að vísu eru Norðmenn almennt hrútleiðinlegir, tala asnalega, loka sjálfsagt börunum kl. 11 og svo skilst mér að þeir selji ekki tvöfaldan á barnum. Mitt fyrsta verk verður því að sjálfsögðu að panta tvo einfalda viskí og hella úr öðru glasinu í hitt. Ef ekkert heyrist frá mér næstu 3 árin þá er það sjálfsagt vegna þess að ég verð vistaður á norsku meðferðarstofnunni "Institut for sinnsyke alkaholikere som drikker dobbel sjuss".

Við verðum 6 sem förum saman og kannski ekki hægt að segja að við séum fullir bjartsýni enda ástæða fyrir því að við völdum að sjá fyrstu þrjá leikina. Fyrsti dagurinn fer síðan í að útskýra reglur handboltans fyrir einum ferðafélaganum og kenna öðrum þjóðsönginn en eftir það ættum við að vera færir í flest. Sigur á Svíum í fyrsta leik myndi síðan fullkomna ferðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Ég skal kannski kíkja á kirkjuna, en messuna læt ég vera. Takk annars fyrir ábendinguna.

Stefán Freyr Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband