Jólin.

Jólin voru ljómandi fín að vanda. Helst maður hafi lesið minna en vanalega, sem skrifast helst á reikning ættingja og vina. Af einhverjum sérkennilegum ástæðum vilja vinir mínir og ættingjar endilega vera niðurlægðir í hverju spilinu á fætur öðru á hátíðisstundum - Freud á örugglega eitthvað 30 stafa nafn yfir þetta. Ég gat auðvitað ekki valdið þessu fólki vonbrigðum og uppfyllti þarfir þeirra til hins ýtrasta.

 Einhverjar bækur hef ég þó komist yfir að lesa. Las fyrst Sandárbókina, Gyrðis Elíassonar. Afar vel skrifuð og hnitmiðaður texti, sem höfðar mjög vel til mín. Hins vegar fannst mér tilfinnanlega vanta uppá plottið. Örugglega eru margir rithöfundar þannig að þeir bara verða að skrifa til að halda heilsu en sleppið því nú endilega að vera að gefa þetta út ef engin er grunnhugmyndin að fléttu eða plotti, svo maður sletti nú á dönsku. Einnig varð Argóarflísin fyrir barðinu á mínum lestri og ég held barasta að Sjón sé að komast í flokk minna eftirlætishöfunda. Líkt og Gyrðir er textinn sérstaklega lipur og skemmtilegur, auk þess sem hann hafði fyrir því að splæsa í smá plott. Þriðja og besta sagan sem ég las var klassíkin Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantzakis. Alger snilld og alls ekki vel til þess fallin að svæfa villidýrið í mönnum. Þetta er sjálfsagt ein af síðustu bókunum sem menn finna á meðferðarheimilum!

Vegna þessara sálfræðikvilla sem ásækja ættingja mína og vini á ég því enn nokkuð eftir af jólalestrinum og á því góðar vikur framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband