Uppsögn.

Ég kom heim frá Noregi í gær og varð fyrir áfalli þegar ég kom heim og á borðinu beið mín uppsagnarbréf frá Lifrinni:

"Kæri Stefán.

Í gegnum tíðina hefur okkur yfirleitt komið ágætlega saman, fyrir utan einstaka ágreining. Ég hafði því vonast til að samstarf okkar entist ævilangt. Eftir nýliðna Noregsferð hef ég hins vegar sannfærst um að þetta samstarf byggir á of veikum grunni. Í Þrándheimi var ítrekað gengið framhjá mínum kröfum og ég algerlega niðurlægð. Mér sýnist ég því tilneydd til að taka öðru tilboði þar sem mér er lofað miklu meiri áhrifum, auk þess að fá að taka við hlutverki heilans fyrsta hálfa árið.

 Kær kveðja og takk fyrir góðar stundir, Lifrin."

Ég er auðvitað í rusli yfir þessu og hef þegar leitað til Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara. Hann tók vel í að reyna að miðla málum, ætlaði að setja þetta ASÍ-kjaftæði á ís um sinn og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Ég læt ykkur vita hvernig fer.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Veistu hvort Lifrin er þegar byrjuð í nýrri vinnu? Mig grunar, að þó maður sé í smá ládeyðu þessa dagana gæti komið að því að manni vantar nýja. Ég get því boðið henni nokkur ár í góðu fríi í ágætis kæli eða öðrum geymslustöðum sem henni þóknast.

Davíð (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: Stefán Freyr Guðmundsson

Tja, ég býst við að þá verðir þú að bjóða henni betri díl en er á borðinu núna. Gætir t.a.m. boðið henni lengri tíma í hlutverki heilans - þið mynduð bæði græða.

Stefán Freyr Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband